Eftir
gott og hlýtt veður undanfarna daga kom það mjög á óvart þegar það byrjaði allt í einu að mökksnjóa hér í gærkvöldi..
í dag er því útlitið svona:
Hefur verið undarlegt og erfitt ástand undanfarna daga,
einkum vegna mjög alvarlegra veikinda hjá ömmu, en hún er að jafna sig og allt lítur betur út núna;-)
Fór í staðlotu í gær og dag og var það fræðandi, áhugavert, gagnlegt og mikil tilbreyting.
Á döfinni næstu daga er m.a. klipping, starfsmannaviðtal, búddistafundur, sameiginleg kyrjun og hópavinna..
Læt þetta nægja í bili.
Hafið það sem best dúllurnar mínar.
Leiðsögn frá Ikeda:
9.apríl
Engu er sóað í trú. Maður tapar aldrei. Vinsamlega hafið trú á því að öll viðleitni ykkar til að hjálpa öðrum og kynna búddismann safnar saman ómælanlegum fjársjóðum góðrar gæfu í lífum ykkar. Það er átt við þetta með lítt áberandi ávinningum.
<< Home