Skrýtin vika
Hef sveiflast upp og niður, til beggja hliða og endað á jafnvægi og innri ró.
Slæmar og leiðinlegar hliðar sem og góðar og skemmtilegar hafa sýnt sig á víxl. Innri djöflar og ímyndaðar hindranir hafa pirrað mig og valdið óróleika og einkennt undanfarna daga, ásamt innri styrk, sjálfstrausti, öryggi, mýkt og kærleika. Ekki má gleyma Búddaeðlinu sem kom sterkt fram í byrjun og enda vikunnar.
Kvíði fyrir foreldraviðtali, fyrirframgefnar áhyggjur og ímyndað vandamál vegna þess, spennufall eftir viðtalið því það tókst mjög vel, pirringur, minnimáttarkennd og leiðinda hlið á mér kom fram á þróunarhópavinnufundi og þá varð ég nú fúl við sjálfa mig. En það stóð nú ekki lengi, og gat ég fljótlega einbeitt mér að þessum áhugaverða og gagnlega fundi, með miklum skoðanaskiptum, röksemdum og ágætis niðurstöðum, og loksins miðar okkur áfram í því verkefni;-)
Kennslan hefur gengið vel, og ég nýt þess að vera í þessari vinnu og myndi ekki vilja vinna við neitt annað, a.m.k. núna í vetur:-)
Við leggjum mikið uppúr að kenna, fjalla um og nota lífsleikni, um góð og jákvæð samskipti, tökum fyrir einelti, vandamál í skólanum, virðingu, samstöðu og margt fleira. Í einum lífsleiknitíma sem ég kenndi í byrjun vikunnar fórum við í hóphringleik með "gulla/óskastein" sem gekk út á að börnin áttu að segja eitthvað fallegt við þann sem fékk steininn. Það gekk vonum framar og þau voru fljót að koma með falleg orð og hrós:-)
Ég hrósaði þeim mikið alla vikuna, því þau áttu það svo sannarlega skilið :-)
Ég er farin að nota oftar ákveðnar aðferðir sem virka vel,og breyta til, ekki festast í sama farinu. t.d. jákvæðan aga, stimpilkerfi, hrós og jákvæð samskipti og að standa með mér (bæði gagnvart nemendum og samstarfsfólki) og jákvæða ákveðni. Ég nenni ekki þessum skömmum og neikvæðu athugasemdum alltaf, finnst það leiðinlegt, en nota það þegar á þarf að halda, ef ekkert annað dugar. Það er nú bara stundum þannig í kennslu og í öllu áreitinu að fólk notar alltaf sömu aðferðir, og man ekki eftir öðru, hefur ekki tíma til að hugsa og þarf að bregðast strax við, ég hef stundum lent í því, hækka röddina, skamma, tuða, nota neikvæð orð, o.s.frv.. er að reyna að venja mig af því.
Um miðja vikuna sat ég hér heima, hafði ekkert að gera og hálfleiddist. Hringdi í vinkonur mínar til að kjafta og var þá boðið óvænt í vídeókvöld :-)
Ég þáði það feginshendi og skemmti mér ágætlega. Nú svo í gær hringdi vinkona mín í mig og ég heyrði það að henni leið eitthvað illa og þurfti á því að halda að tala við mig. ég bauð henni í heimsókn og við sátum hér og kjöftuðum, átum nammi og horfðum með öðru auganu á bjánalega spólu í notalegu og rólegu umhverfi:-)
Ég var í góðu jafnvægi, sjálförugg, opnaði mig, og með flott Búddhaeðli, hlustaði, ráðlagði, ræddi málin, lánaði henni góða bók, sýndi umhyggju, góðar og sterkar hliðar mínar. Samskipti okkar urðu aðeins öðruvísi og persónulegri en áður og hún kynnist mér á annan hátt og sá nýjar hliðar á mér og ég á henni. Vinkonu minni leið vel, lá í sófanum og hló og fór ánægð heim. Ég var ánægð með kvöldið,það tókst vel og ég náði því persónulega markmiði sem ég hafði sett mér fyrir þessa heimsókn:-)
Í morgun fór ég á sameiginlega kyrjun, var með ábyrgð á kaffinu og meðlæti, ásamt öðrum og tókst það allt með ágætum. Gott að komast á góða og öfluga kyrjun, fæ mikinn styrk, og orku til að takast á við dagleg verkefni, sjálfa mig og umhverfið. Endaði á því að fara í sund, synti meira að segja 3 ferðir, fór svo í gufu og másaði þar eins og fýsibelgur og endaði í nuddpottinum , fæ samt væntanlega harðsperrur:-0
Jæja, læt þetta nægja í bili..
Þangað til næst..
<< Home