Saturday, October 01, 2005

Kvikmyndagagnrýni, draumar o.fl.

Hef horft á nokkrar bíómyndir undanfarið. Mæli sérstaklega með tveimur myndum:
1. Night Watch sem er sýnd í bíóhúsum núna, rússnesk mynd, fersk, frumleg, skemmtileg, öðruvísi og flott, pínu halló en samt með dálítið af amerískum áhrifum og tæknibrellum, án þess þó að það trufli mann.

2.Downfall/ Der Untergang . Þýsk mynd sannsöguleg mynd sem lýsir seinustu tíu dögum í lífi Adolf Hitlers. Mjög sterk, áhrifarík og átakanleg mynd með góðum leikurum sem margir hverjir sýna snilldartaka og frábæran leik.

Dreymdi furðulegan og erfiðan draum um daginn, í honum kom m.a. við sögu: mikil reiði, ótti, væntumþykja, gleði, flótta og björgunarleiðangur, sjór, skip, nokkrir nemendur og ættingjar mínir. Hef ekki hugmynd um hvað draumurinn merkir og þarf ekkert að vita það,hef ekki mikla löngun til þess, þ.e. ætla ekki að leita sérstaklega í draumráðningabókum.

Við 1. bekkjarkennarar héldum foreldrakvöld um daginn þar sem foreldrar komu í skólann til að fá smá fræðslu. Við bekkjarkennarar fylgdum þeim allan tímann. Við hlustuðum á frábæran fyrirlestur, borðuðum saman, fórum í skoðunarferð um skólann og á kynningu hjá list/verk/íþróttakennurum og enduðum svo inni í okkar stofum þar sem við höfðum sett upp sýningu á námsgögnum, héldum smá ræðu, fengum okkur kaffi, og spjölluðum saman. Kvöldið tókst með ágætum og mæting var góð.

Ekki má gleyma að minnast á leikskólakennaranemana sem voru hjá okkur í áheyrn alla síðustu viku. Það var nú skemmtilegt og pínu fyndið að fá nema á sínu öðru starfsári:-)Þær voru mest í hinni stofunni, enda var samstarfskennari minn viðtökukennari þeirra en kíktu þó í mína stofu og fylgdust með.
Jamm, að öðru leyti gengur allt sinn vanagang.
Kveð að sinni
Góða nótt