Saturday, October 08, 2005

Er

búin að vera á heljarinnar málþingi/ráðstefnu um "nám í nútíð og framtíð" niðri í Kennó í gær og dag. Var í dag frá 8:30-15:30. og í gær í c.a klukkutíma, beint eftir kennslu.
Fór á marga fróðlega og skemmtilega stuttfyrirlestra/erindi (hver um 20 mín). Lærði og hlustaði á erindi m.a. um byrjendalæsi, orðaforða barna, þróun læsis, rannsóknir um lestrarerfiðleika, niðurstöður úr PISA rannsókn, samstarf heimils og skóla, náttúrufræði sem grunnur að samþættingu, tónlist með börnum, úrræði fyrir nemendur með lesblindu o.fl.
Já fjölbreytt og margvíslegt efni og það var erfitt að velja úr þeim tæplega 90 erindum sem voru í boði!
Þetta málþing var liður í endurmenntun og það verður fróðlegt að sjá hve marga tíma þetta gefur..
Þegar öllu þessu var lokið skutlaðist ég niður í HÍ að ná í hann Jóa minn, og kíktum við svo saman á Kaffibrennsluna, Jói á nördafund, en ég að hafa það huggulegt eftir langan dag yfir stórum caffe latte í glasi með vanillusírópi og gómsætri súkkulaðiköku með ís og súkkulaðisósu, nammi namm:-)
Annars er búið að ganga vel í vikunni, börnin mín dugleg, áhugasöm, dúlluleg og góð, og mjög dugleg og duglegri en ég að hlaupa í Norræna skólahlaupinu sem við tókum þátt í á mánudaginn (ég fór nú samt einn hring). Ég fór líka á hverfisfund í vikunni, þar sem við tókum langa og góða kyrjun og undirbjuggum næsta mánuð.
Góða nótt og sofið rótt..
Nam mjóhó renge kjó :-)