Lýsing
Iðagræn tún með gulum túnfífilsblettum, hestar á beit, í hlíðinni fyrir ofan gul grafa sem étur upp grasið og skilur eftir sig brúnan flekk, rétt þar fyrir ofan er bein svört slóð þar sem bílar bruna á miklum hraða fram og aftur. Menn á óræðnum aldri, nokkrir berir að ofan, sumir standa við steypivél sem snýst, aðrir príla upp á hálfkaraðann steypukubb og berja með hamri og enn aðrir rölta um með stórar tréplötur. Hinum megin við götuna er umgirt grænt tún með stórri gröfu í miðjunni sem kroppar sífellt stór, djúp, löng sár og eys mold og sandi í vörubíla sem standa á færibandi og bíða eftir að fá hlass á bakið, keyra svo burt og leyfa næsta að fá.
Ungmenni að reyta arfa og planta trjám með bros á vör. Litlar mannverur í grænum vestum ganga samhliða í röð hlæjandi og segja frá því sem þau hafa uppgötvað á leiðinni.
Já, svona er lífið í sveitinni og það sem fyrir augu ber þar sem ég sit úti á svölum.
<< Home