Jæja
þá er ég búin að kveðja börnin, afhenda þeim einkunnir og senda þau í sumarfrí. Þessi stund var svolítið undarlegt moment og margar tilfinningar sem komu fram en þó féllu engin tár hjá neinum. Ég kvaddi þau með fögrum orðum og þakkaði bæði nemendum og foreldrum fyrir góða samvinnu og samveru og finnst ég hafi komist vel frá þessu öllu saman:-)
Nú eftir að börnin voru farin var komið að óvissu og drykkjuferð fullorðna fólksins þ.e. kennara og starfsfólks:-)
Öllum var smalað upp í rútu og við vorum varla fyrr sest en að byrjað var að dæla bjór í liðið. Við keyrðum sem leið lá upp í Öskjuhlíð, fyrir framan keiluhöllina og þar var okkur tilkynnt að fyrst á dagskrá væri að skipta okkur í hópa og fara í ratleik um Öskjuhlíð að finna kanínur:-) Við skipt okkur í hópa en þegar við ætluðum af stað var sagt að þetta væri nú bara grín og í staðinn fórum við öll í keilu sem var rosalega gaman og myndaði góða stemmingu og samhug í hópnum:-). Ég var í 2. sæti í mínum hópi:-) í fyrsta skotinu skaut ég niður allar keilurnar, ógesslega góð:-)
Að þessari skemmtun lokinni var farið upp í Heiðmörk og grillað, sungið, drukkið og trallað. Það var líka mjög næs, en sumir orðnir ansi blautir:-)
Upphaflega ætluðum við að koma heim um 6. leytið en vorum ekki komin í bæinn fyrr en rétt um 8. Það var í góðu lagi nema hvað að ekki var fjörið búið þar sem ein af oss hafði boðið okkur í afmælispartý niðri í bæ sem var að byrja um sama leyti.
Því var brunað heim, sturtað sig, málað og farið í betri fötin, náð í stelpurnar og aftur niður í bæ. Þar vorum við í rosa stuði, dansað, sungið og borðað til tæplega 2 og það voru þreyttir, útúrdansaðir, misfullir, edrú kennarar( ég var bílstjóri) sem fóru heim að sofa eftir mjög skemmtilegan, ánægjulegan og langan dag:-)
Annars er vikan búin að vera frekar virk, skemmtileg,og full af hreyfingu og líkamsrækt;-)
Frá mánudegi til miðvikudags er ég búin að vera í göngu og skoðunarferðum 2-3 tíma á dag í æðisgengnu veðri. Niðri í fjöru, í skólagörðum, á Geldingarnesi og úti í móa, ótrúlegt hvað við höfum verið heppin með veður. Á fimmtudag var íþrótta og leikjadagur þar sem ég sá um frjálsar íþróttir, á föstudaginn var keila, rölt í Heiðmörk og dansiball, og í gær spókaði ég mig á Laugaveginum og hitti þar nota bene nokkra nemendur:-) Segið þið svo að ég stundi ekki líkamsrækt og útivist:-)
Þar af leiðir að ég er orðin skemmtilega rauðbrún og freknótt í framan, með harðsperrur og strengi út um allt:-)
Læt þetta nægja í bili.
Sandra
<< Home