Tónlist
Bamm, bamm, bamm,la,la,la, Deep river, Kom vor nótt og syng, Sveitin milli sanda, Hann Tumi fer á fætur, Heims um ból, House of the rising sun, Tveir fuglar, I love rock and roll.... og svo mætti lengi telja. Þetta eru nokkur orð og titlar sem mér detta í hug þegar ég hugsa um tónlist, texta og tóna. Blús, rokk, teknó, sönglög, barnalög, klassík, laglína, tempó, nótur, orð, dægurlög, jazz, bigband, popp, rymti,hljómsveitir, dúettar, sköpun og flutningur tónlistar, kvikmyndatónlist, litróf tónlistarinnar, kórsöngur..... Þetta er aðeins brot af þeim orðum, hugtökum og fræðimáli sem koma við notum um þennan dásamlega og nauðsynlega part af lífi okkar sem kallast músik/ tónlist. Hvernig væri lífið án þess? Það væri ömurlegt, litlausra, þöglara. Músik er svo stór þáttur í samfélaginu og hægt að nota hvar sem er, og kemur fram víða, í vinnunni, í bílnum, í skólum, í útvarpinu, í sjónvarpinu, á skemmtistöðum, úti á götu, í tölvunni, til að dansa við , syngja með á rauðu ljósi, í leikfimi, sögnvakeppnum, Idol, Evróvision, og svo videre.
Já ég gæti ekki lifað án tónlistar:-)
Í framhaldi af þessari lofræðu um tónlist, kórsöng og dönskuskrifum, var ég búin að segja frá því að ég er að fara í kórferðalag til Danmerkur í maí? Til kóngsins Köpenhavn. Þetta verður stórskemmtilegt og spennandi dæmi, syngja á Stikinu, skoða konugshöllina og stríða vörðunum :-) og jafnvel syngja í Jónshúsi, villast inn í melluhverfið hmm og eitthvað fleira. Þetta er nefnilega jómfrúarferð mín til Danaveldis. Þetta verður þriðja landið sem ég fer til, því ég hef þegar komið til Portúgals og Norge. Ég veit að ég á eftir að koma til Finnlands ! en það verður kannski einhverntíma stelpur mínar:-)
Í syngjandi sveiflu ætla ég að kveðja núna og snúa mér að undirbúningi fyrir morgundaginn.
<< Home