Í stærðfræðitíma hjá Söndru, úrdráttur
K: Jæja krakkar. Í dag ætlum við að vinna með mælingar.
Hvað eru margir centimetrar í einum metra??
N: 5, 10, 100, 1000.
K: Rétt, það eru 100
K: Hvað er lengd, eða hæð?
N: Það er svona hvað maður er stór, langur.
K: Alveg rétt, en hvað er þá breidd?
N: sýna með höndunum hvar mjaðmirnar eru.
K: Já gott, og sýnir sjálfur hvað hendurnar ná langt frá mjöðm :-) og dillar sér smá.
K: Nú eigið þið að nota þessar reglustikur ( tekur fram þessar hlussustikur 1 meters langar) og mæla lengd og breidd á ýmsum hlutum, svo sem gólfið, vegginn og töfluna, og miklu máli skiptir að skrifa allar niðurstöður hjá sér.
Kennari skiptir í nokkra hópa sem hver fær ákveðið verkefni.
Nemendur skella sér í þetta og gengur ágætlega. Einn er ritari og tveir mæla, þvi það þarf einn að færa mælitækið(bók, reglustika) og hinn að halda við með puttanum þar sem mælitækið endar hverju sinni.
N: Við erum búin, hvað eigum við nú að gera.
K: Nú eigið þið að mæla sama hlutinn með bók ,( glott),
N: ?? Vá, ok, hvernig þá??
K: hvað þurfið þið margar bækur til að ná þvert yfir gólfið?
N: Já, en sniðugt
Nemendur byrja að mæla og gengur fínt.
Svo þegar allir hópar voru búnir var komið að því að kynna niðurstöður.
Hver hópur fór upp að töflu og útskýrði verkefni sitt undir leiðandi spurningum kennara.
K: Hvað lærðuð þið á verkefninu?
N: um sentimetra og að nota bók til að mæla.
K: gott, var eitthvað erfitt við verkefnið eða framkvæmdina?
N: já að nota puttann til að halda við!!
Æji þetta var svo krúttlegt og beint frá hjartanu. Gaman að því hvað börnin eru oft miklar dúllur, einlæg, skemmtileg, fyndin og dásamleg:-)
Já segið þið svo að það sé ekki gaman í stærðfræði :-))
<< Home