Wednesday, February 23, 2005

Portúgal

Við Portúgalgellurnar ætlum að hittast í kvöld í kaffi og með því í heimahúsi. Ég kynntist þessum fjórum frábæru stelpum í Ármúla og minnist þeirra tíma tíma með gleði. Við brölluðum ýmislegt saman og toppurinn á fjörinu var þegar við fórum saman ásamt fleiri krökkum í útkriftarferð þegar við urðum stúdentar til Portúgal vorið 2000. Það eru komin 5 ár síðan, mikið líður tíminn hratt!! Það sem gerði þá ferð ennþá meira spennandi var það að þetta var mín alfyrsta utanlandsferð svo þið getið ímyndað ykkar spenninginn fyrir ferðina :-)

Við fórum síðan í mismunandi nám og störf en það skemmtilega er að við höfum alltaf haldið sambandi síðan og gert okkur ýmislegt til skemmtunar eins og áður. Hist á kaffihúsum, farið á djammið, farið út að borða, föndrað jólakort og svo mætti lengi telja.
Ein okkar er leikskólakennari og vinnur sem deildarstjóri á leikskóla, önnur er verðandi tónlistarkennari, sú þriðja er starfandi geislafræðingur, sú fjórða er í námi í Háskólanum og sú fimmta er grunnskólakennari.
Kaffikveðjur
Sandra