Saturday, February 19, 2005

dvd

Nú er sleikjan hann Gísli Marteinn að byrja í sjónvarpinu. Best að drífa sig út í sjoppu og ná í eins og 2 dvd myndir, ( eina nýja og gamla frítt með) og dálítið gotterí með. Held ég taki mér ræmuna 9 lives með Wesley Snipes, hann er svo flottur.
Mikið ætla ég að vona að afnotagjöldin hjá RUV verði afnumin, ´þetta er alveg afleit dagskrá hjá þeim á laugardagskveldi , (nema Spaugstofan sem er stundum ágæt). Það er einhver mynd á eftir sem heitir Þrumubrók og er um einhvern pottorm sem prumpar ógeðslega mikið og oft! Þetta er bara rugl að neyða fólk að borga fyrir þetta!
Góða skemmtun gott fólk yfir Gísla gutta Martein
Sandra