bílaþvottur
Jæja þá er komið að því, þar sem ég er hætt að sjá út um framrúðuna á bílnum vegna drullu þarf að grípa til aðgerða. Og hvernig ber maður sig svo að í bílaþvotti :-)
Fyrst er bílnum lagt fyrir utan bílskúrinn, hann opnaður og vatnsslangan dregin út. Síðan er skrúfað frá vatninu og bunað kröftuglega á kaggann og nálæga bíla til að ná mestu drullunni af.
Að því loknu fer maður í tvílitu gúmmíhanskana frá Ikea, finnur sér fötu, hellir í hana mikið af sápu, blandar með vatni, lætur freyða vel og tekur sér svamp í hönd. Síðan er sápunni makað á allan bílinn og dekkin með innlifun þangað til að hann er orðinn hvítur( af sápu). Þá er komið að því að skola allt af með sömu aðferð og nefnd var fyrst.
En oft sitja eftir tjörublettir hingað og þangað og sérstaklega á felgunum. Því er reddað með sterkum tjöruhreinsi sem er sprautað vel á blettina og síðan er nuddað fast og lengi með gömlum, slitnum,drullugum svamp. Enn einu sinni þarf að buna rækilega á bílinn.
Eftir þessa meðferð ætti bíllinn að líta þokkalega út að utan, og þá er komið að innviðum hans.
Byrjað er á því að finna sér rakan/ þurran klút og þurrka bleytu af hurðarfölsum og gúmmílistum . Svo er úðað hreinsiefni á mælaborð, hanskahólf og innréttingu og þurrkað af. Mikilvægt er að muna að ekki má úða á stýri, handbremsu né gírana því áferðin af efninu er sleip. Að lokum eru rúður að innan þrifnar með gluggahreinsiblautkútum, rusli hent úr bílnum og fyllt á rúðupissið.
Ahh, ryksuga bílinn, geri það á morgun, nenni ekki út á bensínstöð... :-(
Nú er allt tilbúið fyrir sunnudagsbíltúrinn:-)
Þetta ferli tók um klukkutíma og nú er græna eldingin mín eiturgræn eins og hún ( hann) á að vera:-)
Njótið heil
Sandra bílaþvottagella
<< Home